ALVAR – sem áður hét D-Tech ehf. – hefur alltaf verið í góðum tengslum við íslenskan sjávarútveg og vinnslu á uppsjávarfiski, hvítfiski, laxeldi og sjávarréttum. 

Hérna má sjá teymi ALVAR kynna sitt helsta stolt, svokallað „Mist Core System”, sem beitir sótthreinsi-úða með mikinn þéttleika í hverju því vinnslurými sem menn kjósa að hreinsa í fiskvinnslustöðvum. 

Þéttleiki úðans tryggir vandaða sótthreinsun, þar á meðal á rifum á milli búnaðarstæða. 

Sjálfvirknin í þessari sótthreinsun gerir fiskvinnslu og sjávarréttaframleiðendum kleift að vernda hráefnið og gæta aðhalds í kostnaði, auk þess að nota um 90% minna af vatni og 70% minna af kemískum efnum. Þetta leiðir til stórfelldrar fækkunar á hugsanlegum sóttkveikjum.