icefish-who-we-are-splash

Fjórtánda Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í Smáranum 18.-20. september 2024 og er þetta sérstök afmælissýning enda eru nú fjörutíu ár síðan IceFish var haldin fyrst.

Icefish 2024 er viðburður sem enginn sem tengist sjávarútvegi og aðliggjandi greinum getur láta fram hjá sér fara. Á sýningunni má sjá nýjustu tæki, búnað og þjónustu sem sjávarútveginum býðst, allt frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar fullunnar vöru. Fiskeldið eflist stöðugt og sömuleiðis það markmið að ná hundrað prósent nýtingu sjávarfangs, og hafa sýningarþættir sem tengjast þeirri miklu framþróun aukist stöðugt. Eftir þau misseri sem kóvíd-faraldurinn takmarkaði sýningarhald var seinasta sýning haldin 2022 og þar sýndu um 400 fyrirtæki frá 22 löndum það nýjasta og besta sem þau höfðu að bjóða, þar á meðal voru sýningarskálar frá Spáni, Danmörku, Noregi og Færeyjum. Þar sýndu einnig í fyrsta skipti fyrirtæki frá Frakklandi, Lettlandi, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Þýskalandi, Litháen, Danmörku, Noregi, Grikklandi, Færeyjum og Bandaríkjunum. Ráðstefnan Fish Waste for Profit (Fiskúrgangur skilar hagnaði) verður haldin í tvo daga af þeim þremur sem sýningin stendur yfir. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í níunda skipti á opnunardegi sýningarinnar, þar sem afburðagóð fyrirtæki í greininni fá verðskuldaða viðurkenningu fyrir framleiðslu sína og þjónustu, bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi.

LESTU MEIRA