Sjóvá hefur eins og nafnið ber með sér alltaf tengst íslenskum sjávarútvegi sterkum böndum. Við bjóðum upp á víðtæka tryggingarvernd fyrir fólk og fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og höfum að auki lagt mikla áherslu á forvarnarstarf og öryggismál í greininni. Við leggjum metnað okkar í að veita persónulega ráðgjöf og þjónustu út frá þörfum viðskiptavinarins og höfum mikla reynslu af því að þjónusta allt frá stærri útgerðum til einyrkja í sjávarútveginum. Hjá Sjóvá er starfrækt sjóteymi sem skipað er sérfræðingum í málefnum sjávarútvegsins. Við erum einnig með víðtækt net útibúa um allt land, sem auðveldar okkur að halda mjög góðum tengslum við þessa mikilvægu atvinnugrein. Sjóvá býður upp á allar þær tryggingar sem fólk og fyrirtæki í sjávarútveginum þurfa á að halda; áhafnatryggingu, húftryggingar, nótatryggingu, afla- og veiðafæratryggingu og farmtryggingar. Áhafnartrygging er samsett úr tryggingum sem tengjast áhöfn og eru lögboðnar eða eftir ákvæðum kjarasamninga. Húftryggingar bæta altjón eða skemmdir sem geta orðið á skipi/bát vegna óhappa. Nótatrygging bætir algengustu tjón á nót, afla- og veiðarfæratrygging tekur til bótaskyldra tjóna á afla- og veiðafærum og farmtryggingar tryggja farm fyrir flutningstjóni.
Margmiðlunargaller
Heimilisfang:
Kringlunni 5
Reykjavik
103
Iceland
Vefsíða:
www.sjova.is