Í yfir 25 ár hefur Wisefish þróað hugbúnaðarlausn sem er sérsniðin að þörfum sjávarútvegarins. Wisefish mætir þörfum fyrirtækja hvar sem þau eru staðsett í virðiskeðjunni sem þýðir að hægt er að sníða lausnina jafnt að smærri sem stærri fyrirtækjum óháð því hvort þau séu í veiðum, vinnslu, útflutningi eða öðrum þáttum sjávarútvegarins. Rekjanleiki er mikilvægur þáttur í hverri starfsemi og geymir Wisefish upplýsingar um hvert skref í virðiskeðjunni þannig að hægt sé að rekja vöru aftur að uppruna. Þetta gefur fyrirtækjum yfirsýn um öll sín ferli og eykur fæðuöryggi til muna.

Wisefish lausnin er byggð á Microsoft Dynamics 365 Business Central og geta notendur Wisefish nýtt sér ýmsa eiginleika Business Central og skýjaumhverfisins til að auka skilvirkni í rekstri. Notendur hafa aðgengi að lausninni hvaðan sem er, lausnin uppfærist sjálfkrafa og heldur í við nýjustu tækni hverju sinni frá Microsoft.

Dæmi um tækninýjungar eru sérsniðnar Power BI skýrslur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem viðskiptavinir Wisefish geta sótt á markaðstorg Microsoft, AppSource, og byrjað strax að nota. Þetta gefur fyrirtækjum betri yfirsýn um lykilstærðir, hjálpar til við markmiðasetningar og ýtir undir upplýstari ákvarðanartöku.

Á hverjum degi leggja tugir fyrirtækja, innlendis og erlendis, traust sitt á Wisefish. Okkar ástríða liggur í sjávarútvegi og við viljum endilega heyra af þínum áskorunum. Sendu okkur línu á sales@wisefish.com

 

 

 

Heimilisfang:
Katrinartun 4
105 Reykjavik
Iceland

Vefsíða:
www.wisefish.com

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn