MEST leitast við að útvega áreiðanlegar lausnir. Við vitum að áreiðanleiki og traust verða til þess að viðskiptavinir okkar leita aftur til okkar. Þess vegna leggjum við okkur alla fram. MEST er nútímalegt fyrirtæki byggt á hefðum sem ná aftur til ársins 1898. Vinnuafl okkar er þrautþjálfað og fullt metnaðar, með áralanga reynslu af að sinna fjölbreytilegum hópi viðskiptavina okkar. Hjá MEST starfa 500 manns sem eru sérhæfðir í vélfræði, stálsmíði, rafvirkjun, trésmíði og málningu. Af annarri starfsemi MEST má nefna öfluga varahlutadeild, ýmsa þjónustustarfsemi og leigu á dráttarbátum og krönum. Styrkur okkar felst í því að þú færð úrlausn allra mála þinna með viðskiptum við einn aðila. MEST er til húsa á þremur stöðum – 2 skipasmíðastöðvar og ein stálsmiðja. 

 

 

 

Heimilisfang:
31 J.C. Svabosgøta
PO Box 65
Tórshavn
FO-100
Faroe Islands

Vefsíða:
www.mest.fo

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
Instagram
YouTube