LAVANGO ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á búnaði og þjónustu fyrir Íslenska fiskframleiðendur til lands og sjávar. Viðskiptavinir okkar eru aðallega útgerðir báta og skipa, fiskvinnslur og fiskeldisfyrirtæki í framleiðslu á laxi og bleikju. LAVANGO ehf býður einnig íslenskum vélaframleiðendum sérsmíði á þeirra vörum og afhendir þær á Íslandi eða beint til erlendra viðskiptavina þeirra. Með þessu sparast bæði tími og kostnaður. Að auki hefur LAVANGO ehf söluumboð á Íslandi frá fyrirtækjum sem hafa boðið búnað fyrir matvælavinnslu og má þar nefna; - Ultra Aqua vatnshreinsibúnað frá Danmörku - Þrifalausnir og aðgangsstýringar frá Elpress í Hollandi - Fiskeldisljós frá Philips í Hollandi - Karaþvottavélar frá Semi Staal í Danmörku - Vakúmdælur og flokkara fyrir uppsjávariðnað, vinnsluskip og fiskeldi frá Euskan - Nock roðflettivélar frá Þýskalandi - Radwag vogir frá Póllandi. Starfsmenn LAVANGO ehf hafa margra ára reynslu í sjávarútvegi og leggja metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu.

 

 

 

 

Heimilisfang:
Voluteigur 7
270 Mosfellsbae
Iceland

Vefsíða:
https://www.lavango.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
YouTube