Kæling ehf. er meðal leiðandi fyrirtækja á sviði kæli-, frysti- og ískrapakerfa, einkum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Fyrirtækið framleiðir meðal annars krapavélar, sjókæla og kælikerfi fyrir fiskiskip. Kerfin hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda varðveita þau gæði og ferskleika hráefnisins við vinnslu þess og geymslu í skipunum. Með því að kæla sjó og dæla í þar til gerð kör á dekki fiskiskipa og færa fiskinn sem fyrst þangað við veiðar hefst varðveisluferli aflans um leið og fiskurinn kemur um borð. Þar koma sjókælar Kælingar ehf. til sögunnar. Kæling framleiðir síðan búnað til ís- eða krapaframleiðslu í skipunum og kælikerfi sem heldur kjörhitastigi á farminum þar til komið er í land. Þannig má hámarka gæði hráefnisins frá veiðum til vinnslu.

 

 

 

Heimilisfang:
Staparhrauni 6
220 Hafnarfjordur
Iceland

Vefsíða:
www.cooling.is