Verkís

Í níutíu ár hefur Verkís verið treyst til að koma hugmyndum í framkvæmd. Það gerir það að verkum að Verkís hefur fengið tækifæri til að afla dýrmætrar þekkingar og reynslu sem fyrirtækið býr yfir.

Verkís leiðir 2,5 milljarða orkuskiptaverkefni um rafeldsneyti í sjóflutningum. Sjóflutningar þurfa að verða umhverfisvænni en það er markmið GAMMA verkefnisins sem styrkt er af Evrópusambandinu, svo fyrirtæki og vísindamenn frá Evrópu geti þróað tæknilausir og breytt ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis fyrir hluta af orkuþörf skipsins. Í nýsköpunarverkefninu GAMMA er unnið að því að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum með endurbótum á flutningaskipi í rekstri (e. retrofit) og koma svo lausnunum á markað. Alþjóðasiglingamálastofnunin (e. International Maritime Organizations, IMO) hefur sett það markmið fyrir sjávarútveginn að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefna á kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Langflest stórflutningaskip í dag ganga fyrir jarðefnaeldsneyti en líftími skipa er langur. Því er mikilvægt að finna möguleika til þess að nýta eldri skip áfram uppfæra þau vistvænni tæknilausnum.

Auk verkefnastjórnunar sér Verkís um lagnahönnun fyrir rafeldsneytið, eldvarnir, brunaöryggi og áhættustjórnun, auk þess að eiga þátt í hönnunarstjórnun, hönnun eldsneytiskerfis og lífsferilsgreiningu.

 

 

 

Heimilisfang:
Ofanleiti 2
103 Reykjavík
Iceland

Vefsíða:
https://www.verkis.is/

Samfélagsmiðlar:
LinkedIn
Facebook
Instagram
YouTube