Velkomin til THYBORØN TRAWLDOOR, leiðandi framleiðandi toghlera á heimsvísu Børge Stausholm Andreasen, meistari í smíðum, stofnaði Thyborøn Skibssmedie A/S árið 1967. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu toghlera frá upphafi. Thyborøn Trawldoors-toghlerarnir eru notaðir af sjómönnum í öllum heimsálfum fyrir allar tegundir uppsjávarveiði, miðsjávarveiði (semi-pelagic) og  botnsjávarveiði.

Í samtarfi við sjómenn og tæknilega sérfræðinga hjá helstu tilraunatönkum heimsins vinnur Thyborøn Skibssmedie nú að frekari þróun og umbótum á toghlerunum. Thyborøn Trawldoors-toghlerarnir eru framleiddir af reynslumiklu og hámenntuðu starfsfólki, gerðir úr fyrsta flokks hráefni og vottaðir. Reynsla starfsfólks, besti hugsanlegi tæknibúnaður og þrautreyndar vinnsluaðferðir skila samræmdri framleiðslu. Niðurstaðan er hágæða vara með lágmarks agnúum. 

Sveigjanleikinn í framleiðslunni og á meðal starfsfólksins gefur Thyborøn Trawldoor A/S kost á að bjóða upp á vörur sérsniðnar að óskum og kröfum hvers viðskiptavinar.

 
 

Heimilisfang:
Sydhalevej 8
7680 Thyborøn
Denmark

Vefsíða:
www.TRAWLDOOR.dk

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
YouTube