Slippurinn Akureyri er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og okkar góða varahluta og verkfæra lagerverslun. Skipaþjónusta Slippsins annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra.

DNG Fiskvinnslubúnaður - Undanfarin ár hefur fyrirtækið víkkað út sína þjónustu í sjávarútvegi, m.a. með smíði fiskvinnslubúnaðar undir merkinu DNG by Slippurinn Akureyri. DNG býður upp á breiða vörulínu og við tökum að okkur mjög fjölbreytt verkefni, hvort heldur er fyrir vinnslu á fiski í landi eða á sjó.

 

 

 

Heimilisfang:
Naustatanga 2
600 Akureyri
Iceland

Vefsíða:
https://www.slippurinndng.is/