SÆPLAST er meðal þekktustu útflutningsfyrirtækja á Íslandi. Rætur fyrirtækisins má rekja til Dalvíkur, sjávarþorps á norður Íslandi þar sem fyrirtækið var stofnað árið 1984. Síðan þá hefur framleiðsla á hverfissteyptum einangruðum umbúðakerum verið þungamiðjan í framleiðslu Sæplasts og fyrirtækið verið í fararbroddi í heiminum í hönnun og framleiðslu á slíkum vörum. Fyrstu árin þjónaði fyrirtækið fyrst og fremst viðskiptavinum í sjávarútvegi en síðan hafa aðrar greinar í matvælaiðnaði í auknu mæli tekið framleiðsluvörur SÆPLASTS í sína þjónustu.

Í dag rekur Sæplast þrjár verksmiðjur. Á Íslandi þar sem starfa um 60 manns, í New Brunswick í Kanada og á Spáni. Sölunet Sæplast byggir á söluskrifstofum og umboðsmönnum sem selja vörur fyrirtækisins um heim allan.

 

 

 

 

Heimilisfang:
Gunnarsbraut 12
620 Dalvik
Iceland

Vefsíða:
www.saeplast.com

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
YouTube