SÆPLAST er leiðandi fyrirtæki í heiminum í hönnun og framleiðslu á tvöföldum einangruðum kerum og þreföldum sérstyrktum PE kerum og brettum sem notuð eru í matvælaframleiðslu og í endurvinnsluiðnaði. Á innanlandsmarkaði er Sæplast öflugt í framleiðslu á byggingatengdum vöruflokkum, s.s. brunnum, tönkum, rotþróm, skiljum ofl. Þessir vöruflokkar eru að stærstum hluta seldir í gegnum byggingavöruverslanir um land allt. Það hefur verið leiðarljós okkar við hönnun og framleiðslu SÆPLAST vara að þær mæti ströngustu kröfum viðskiptavina okkar sem koma víða að og úr mörgum ólíkum geirum atvinnulífsins. SÆPLAST vörur eru sérstaklega sterkbyggðar, endingargóðar og með hátt einangrunargildi. Rennislétt yfirborðið tryggir auðveld þrif og eykur matvælaöryggi til mikilla muna.

Sæplast er hluti af Rotovia samstæðunni. Rotovia er alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til Íslands og er í eigu íslenskra fjárfesta. Félagið er eitt stærsta hverfisteypufyrirtæki í Evrópu, með tíu framleiðslueiningar í sjö löndum auk viðamikils sölunets á heimsvísu.

 

 

 

 

Heimilisfang:
Gunnarsbraut 12
620 Dalvik
Iceland

Vefsíða:
www.saeplast.com

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
YouTube
Instagram