RST Net veitir sérhæfða þjónustu sem tengist raf- og vélbúnaði í orkuiðnaði, þ.e. orkuverum, flutnings- og dreifikerfum auk stóriðju og í iðjuverum. RST Net tekur að sér hluta eða alla framkvæmd á uppsetningu á nýjum raf- og vélbúnaði í orkuiðnaði með traustum samstarfsaðilum. Fyrirtækið býður upp á mælingar og prófanir með sérhæfðum tækjabúnaði og veitir ráðgjöf um aðgerðir og lausnir til að auka rekstraröryggi, bæta nýtingu búnaðar og auka gæði raforkunotkunar. RST Net hannar, smíðar og framleiðir búnað sérsniðinn fyrir raforkudreifingu, orku- og iðjuver auk umboðssölu á sérhæfðum búnaði, varahlutum og efni fyrir orkuver, flutnings- og dreifikerfi. Starfsemin fer fram í sérhönnuðu húsnæði fyrir fyrirtækið að Álfhellu 6 í Hafnarfirði.

 
 

Heimilisfang:
Alfhella 6
221 Hafnarfjordur
Iceland

Vefsíða:
www.rst.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
YouTube