Naust Marine ehf var stofnað árið 1993 með það að markmiði að þróa og markaðssetja búnað fyrir sjávarútveg og annan iðnað. Aðalverkefni fyrirtækisins hefur fram til þessa verið þróun og framleiðsla sjálfvirka togvindukerfisins ATW CatchControl (Automatic Trawl Winch) sem og hönnun og smíði á öllum helstu vindum fyrir fiskiskip.Kerfið hefur gengið undir nafninu ATW CatchControl frá því skömmu fyrir aldamótin 2000. Það hefur hins vegar verið í þróun starfsmanna Naust Marine frá árinu 1979. Kerfið var fyrst sett upp árið 1981 en frá þeim tíma hefur skipum með ATW búnaðinn fjölgað jafnt og þétt. Kerfið, sem hefur reynst mjög vel, er nú í notkun í fjölda íslenskra og erlendra skipa af ýmsum stærðum og gerðum.Önnur vel þekkt kerfi frá Naust Marine eru:AutoGen, sjálfvirkt kerfi sem ætlað er að auka vélarafl skrúfu, draga úr olíunotkun og viðhaldsþörf.Rafdrifið Vírastýri (ESG) fyrir togvindur sem tryggir góða röðun víra, hvort heldur sem er um að ræða slátvíra eða Dynma togtaugar.

 

 

 

 

Heimilisfang:
Midhella 4
221 Hafnarfjordur
Iceland

Vefsíða:

https://www.naustmarine.com/ 

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
Instagram
YouTube