Kæling ehf. / cooling.is býður alhliða nútíma kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælafyrirtæki. Við framleiðum vandaðar og áreiðanlegar kælilausnir með það að leiðarljósi að hámarka gæði og verðmæti afla og annarra matvæla á öllum stigum.

Við bjóðum kælilausnir um borð í fiskiskip sem tryggja hárrétta kælingu frá því að aflinn kemur um borð og þar til honum er landað. Fyrir fiskvinnslur bjóðum við fullkomnar kælilausnir fyrir öll vinnslustig frá því að afla landað, í gegnum allt vinnsluferlið, geymslu.

Fyrir matvælafyrirtæki bjóðum við hitastýrð vinnslurými með hárréttu hitastigi fyrir alla vinnslu og geymslu matvæla auk þess að stýra nákvæmlega hitastigi á öllu vatni sem notað er.

Kæling ehf. býður áreiðanlegan kælibúnað sem gerður er til þess að standast álagið við erfiðustu aðstæður til sjós og lands. Við byggjum á áratuga reynslu, þekkingu og metnaði og vöruþróun á vönduðum kælibúnaði.

Okkar helsti kælibúnaður er:

• Ískrapavélar

• Geymslutankar fyrir ískrapa

• Sjókælar

• Vatnskælar

• RSW – Hringrásarsjókælar

• Saltpækilkerfi

• Kæli- og frystigeymslur og klefar

• Skelísvélar

Ef fyrirtækið þitt leitar að lausnum til að stýra hitastigi á vatni, sjó, lofti og eða afurðum þá er Kæling ehf. samstarfsaðili fyrir þig. Heimsóttu okkur á sýningarbás #54 á Fishexpo 2024 sýningunni eða hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

 
 

Heimilisfang:
Staparhrauni 6
220 Hafnarfjordur
Iceland

Vefsíða:
www.cooling.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook

YouTube