DNV leggur alla áherslu á það að verja mannslíf, eignir og umhverfið og gerir fyrirtækjum kleift að auka öryggi og sjálfbærni í allri starfsemi sinni. Hjá okkur vinna um 16.000 manns í rúmlega 100 löndum, allir með það að markmiði að aðstoða viðskiptavini okkar sem stunda siglingar, vinna olíu og gas, framleiða orku og starfa í mörgum greinum að því að gera umheiminn öruggari, snjallari og umhverfisvænni.Útgerð og siglingar - DNV er fremsta flokkunarfélag heims og viðurkenndur ráðgjafi útgerðarfyrirtækja. Við stuðlum á heimsvísu að auknu öryggi, gæðum, orkunýtingu og umhverfisvernd útgerðarfyrirtækja, sama um hvernig skip eða borpalla á sjó er að ræða. Við fjárfestum mjög í rannsóknum og þróunarvinnu í leit að lausnum í samstarfi við greinina til þess að takast á við mikilvæg vandamál á sviði rekstrar og lagalegs umhverfis.

 

 

 

Heimilisfang:
Fjarðargata 13-15
220 Hafnarfjörður
Iceland

Vefsíða:
www.dnv.com

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn