Alþjóðleg skipasala – Atlantic Shipping A/S var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1986 og er nú komið með forystu í alþjóðlegri skipasölu með sérhæfingu í kaupum og sölu á fiskiskipum.

Auk fiskiskipa miðlar Atlantic Shipping sölu á öðrum tegundum skipa eins og frystiskipum og úthafsskipum. Atlantic Shipping tekur að sér sölu á notuðum skipum ásamt því að sinna nýsmíði. Við aðstoðum eigendur í gegnum allt skipasmíðaferlið; finnum rétta skipahönnuðinn og skipasmíðastöðina, gerum samninga og aðstoðum við hönnun, tæknilegar útfærslur og fjármögnun.

Atlantic Shipping útvegar einnig ráðgjafaþjónustu af ýmsu tagi fyrir fiskiskip og útgerð. Við tökum að okkur að meta skip og verðmeta reglulega fyrir skipaeigendur, banka, tryggingarfyrirtæki o.s.frv. Atlantic Shipping getur einnig tekið að sér að skipuleggja tækniskoðun skipa í samstarfi við aðra.

Exhibiting with: / Sýnir með: Pavilion of Denmark

 
 

Heimilisfang:
Islands Brygge 26
Copenhagen
S 2300
Denmark

Vefsíða:
https://www.atlanticship.dk/

Samfélagsmiðlar:
LinkedIn
Facebook