Arion banki er fjárhagslega sterkur banki sem veitir alhliða fjármálaþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga með það að markmiði að skapa verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, hluthöfum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu til góða.

Arion banki sérhæfir sig í lausnum fyrir sjávarútveginn hvort sem er á sviði fjármögnunar, gjaldmiðlalausna eða fyrirtækjaráðgjafar. Innan bankans starfar öflugt teymi sérfræðinga með mikla sérþekkingu í fjármálaþjónustu, fólk sem hefur víðtæka reynslu, m.a. úr sjávarútvegi. Teymið hefur komið að fjölmörgum fjármögnunarverkefnum, svo sem ýmis konar birgða- og kröfufjármögnun, skipafjármögnun, fjármögnun á frystihúsum bæði fyrir uppsjávar- og bolfisk, fiskeldi, sameiningum og yfirtökum bæði innanlands og erlendis ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Þá hefur teymið unnið að fjármögnunarverkefnum fyrir erlend sjávarútvegsfyrirtæki, bæði sjálfstætt og í samstarfi við erlenda banka.

 

 

 

Heimilisfang:
Borgartuni 19
105 Reykjavík
Iceland

Vefsíða:
https://www.arionbanki.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn