50 ára reynsla í hönnun, þróun og smíði á sjálfvirkum lausnum fyrir sjávarútveg, matvælaiðnað og endurvinnslu.

Klaki er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sjálfvirkni- og róbótalausnum, auk tækja fyrir framleiðsluiðnað jafnt til sjós og lands.

Gæði framleiðslunnar og góð verð eru ávallt höfð í fyrirrúmi.

Vöruframboð Klaka telur til alls frá heildarlausnum til vinnslu um borð í skipum, að alsjálfvirkum róbótakerfum í landi.

Framleiðsluvörur eru færibönd af ýmsu tagi, þar á meðal, útdraganleg (telescope) bönd, lóðréttar fisklyftur, aðgerðarkerfi, lyftibúnaður, lúgulyftur, pönnuvagnar og fiskdælur auk stýringa. Stór hluti framleiðslunnar snýr að frystingu, þ.e. úrsláttarvélar, blokkarpressur, frystipönnur og rammar.

Þjónusta Klaka nær allt frá tæknilegri ráðgjöf, til heildarhönnunar, smíði og uppsetningar flókinna framleiðslukerfa.

Fyrirtækið var stofnsett árið 1972 og hefur verið í stöðugri þróun síðan, með auknu vöruúrvali og þjónustuframboði.

 

 

 

Heimilisfang:
Hafnarbraut 25
200 Kopavogur
Iceland

Vefsíða:
www.klaki.is