KAPP á rætur sínar að rekja til 1929 þegar Bifreiðafyrirtæki Egils var stofnað 1. nóvember það ár.Í dag er KAPP eitt öflugasta véla- og kæliverkstæði Íslands sem ásamt OptimICE® krapavélum eru meginstólpar í margþættri starfsemi fyrirtækisins.  Deildir KAPP eru eftirtaldar: Vélaverkstæði, Renniverkstæði, Kæliverkstæði, Incold kæli- og frystiklefar, OptimICE® krapavélar, Flutningaþjónusta, Staltech framleiðsla, Gámaþjóusta og umboðsala. OPTIMICE: KAPP er framleiðandi á OptimICE® krapavélunum og hefur framleitt og selt yfir 500 vélar um allan heim síðan 1999. Krapinn, sem framleiddur er um borð í skipunum, er fljótandi hraðkæling kemur í stað hefðbundins flöguís og kælir hann aflann mun hraðar sem er lykilatriði í gæðum og lengri líftíma aflans. Söluskrifstofur fyrir KAPP erlendis eru í USA, Mexico, Rússlandi, Noregi og Frakklandi.

 

 

 

Heimilisfang:
Turnahvarf 8
203 Kopavogur
Iceland

Vefsíða:
www.kapp.is

Samfélagsmiðlar:
YouTube