IBERCISA er tæknifyrirtæki. Fyrirtækið var stofnað árið 1969 og hefur helgað sig hönnun og framleiðslu fjölbreytts úrvals tækjabúnaðar til notkunar á þilförum skipa. Þar á meðal má nefna fiskiskip, dráttarbáta, hafrannsóknaskip, herskip, olíuleitarskip, farþegaskip, kaupskip, rannsóknarskip og dýpkunarskip. Fyrirtækið hefur einnig hannað margvíslegar tæknilausnir í samræmi við óskir og þarfir viðskiptavina sinna og afhent þeim fullbúin verkefni sem best henta kröfum þeirra, bæði hvað varðar tækni og umhverfi.Starfsemi IBERCISA hefur frá upphafi einkennst af mikill tryggð við skipasmíðaiðnaðinn, nýsköpunarstarf þess byggir á reynslu og þekkingu á þörfum sæfarenda, í fullkomnu samstarfi við þá hámenntuðu verkfræðinga og tæknifólk sem starfar hjá fyrirtækinu. Starfsemi IBERCISA byggist á einstökum alþjóðlegum anda, sem sést best á að tækjabúnaðurinn sem fyrirtækið framleiðir er í notkun á öllum hafsvæðum heimsins og í meira en þrjátíu löndum.IBERCISA hefur yfir að ráða fjölbreyttum og hátæknilegum sjálfvirkum vélbúnaði (rennibekkir, málmfræsarar, borvélar), sem í samspili við nútímalega verksmiðju, útbúna heildstæðu kerfi kranabrúa og nákvæmu framleiðslukerfi (logskurður, ketilsmíði, vélvædd samsetning), tryggir hámarks hraða í framleiðslu með tilliti til tíma og vinnslu.

 

 

 

 

Heimilisfang:
Molinos, 25
Vigo (Pontevedra)
36213
Spain

Vefsíða:
www.ibercisa.es

Samfélagsmiðlar:

Facebook
LinkedIn
YouTube
Twitter