9. júní 2022, Faraham, Bretlandi, og Kópavogur, Íslandi.

Íslenska sjávarútvegssýningin 2022 hófst í gær og inn streymdu sýnendur, gestir og mektarfólk víðs vegar að úr heiminum.

Sýningin stendur yfir dagana 8.-10. júní. Hún hófst með setningarathöfn að viðstöddum boðsgestum, en Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, opnaði sýninguna formlega í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra.

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, þakkaði gestum fyrir stuðninginn og færði Kópavogsbæ og matvælaráðuneytinu sérstakar þakkir fyrir góða samvinnu í gegnum árin.

Fyrsta degi sýningarinnar lauk síðan með einum hápunkti hennar, þ.e. afhendingu Verðlauna Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gerðasafni, Kópavogi. Finna má lista yfir alla verðlaunahafa á vefslóðinni: Framúrskarandi fyrirtæki verðlaunuð | Conference | World Fishing

Í dag, fimmtudag, hefst síðan ráðstefna sýningarinnar, Fish Waste for Profit, en hún er haldin á Grand Hótel í Reykjavík.

if