Verkfræðistofan Verkís leiðir GAMMA, 2,5 milljarða evrópskt verkefni sem miðar að því að gjörbylta alþjóðlegum siglingum með því að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis fyrir hluta af orkuþörf skipsins.

Gestir á IceFish 2024 í september nk. munu geta kynnt sér GAMMA-verkefnið og þá möguleika sem það felur í sér varðandi að koma á orkuskiptum með endurbótum á flutningaskipum í rekstri.

Um er að ræða nýsköpunarverkefni sem hefur það að markmiðið að sýna fram á að unnt er að skipta út aukarafalum fyrir nýtt eldsneytiskerfi sem gengur fyrir rafeldsneyti. Eftir að búið er að sýna fram á að þetta sé hagkvæmt og mögulegt, felst næsta skrefið í að skipta út aðalvél skipsins fyrir vél sem notar rafeldsneyti og ná þannig fram fullum orkuskiptum.

Forsvarsmenn Verkís segja um að ræða mjög framsækið verkefni sem geti gjörbylt orkuskiptum á sjó og gjörbreytt stöðunni fyrir margar útgerðir og önnur sjávarútvegsfyrirtæki.

Fyrirtækið leggur áherslu á að sjávarútvegsfyrirtæki muni bráðlega þurfa að laga sig að nýjum reglum IMO þar sem flest núverandi atvinnuskip halda áfram að keyra á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Þetta þýðir að skipin verða hvorki viðskiptalega né tæknilega samkeppnishæf árið 2030 ef ekki verður fjárfesting í nýjum skipum eða endurnýjun með vistvænni tækni.

Auk þess að annast samræmingu GAMMA verkefnisins sér Verkís um lagnahönnun fyrir rafeldsneytið, eldvarnir, brunaöryggi og áhættustjórnun, auk þess að eiga þátt í hönnunarstjórnun, hönnun eldsneytiskerfis og lífsferilsgreiningu.

Verkís hefur verið traustur samstarfsaðili í uppbyggingu innviða og samfélags í 90 ár. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 350 manns á 12 starfsstöðvum víðsvegar um Ísland. Verkís býður upp á fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræðiráðgjafar og tengdum greinum.

 

GAMMA_retrofit equipment (ID 395946)

GAMMA_retrofit equipment (ID 395946)

 

Gamma mynd (ID 395901)

Gamma mynd (ID 395901)

 

[2 X GAMMA.jpgs] Myndatexti: GAMMA verkefnið sýnir að hægt er að skipta út aukarafalum fyrir nýtt rafrænt eldsneytiskerfi.