Undirbúningur að 14. Íslensku sjávarútvegssýningunni, IceFish 2024, er nú kominn á fullan skrið enda von á þúsundum gesta frá öllum sviðum sjávarútvegarins – atvinnuveiðum, fiskvinnslu, fiskeldi og framleiðslu sjávarrétta. Þessi glæsilega sýning verður haldin sem fyrr í Smáranum í Kópavogi og fer fram dagana 18.-20. september 2024. Mercator Media annast skipulagningu sýningarinnar og allt stefnir í að sýningin verði bæði sú yfirgripsmesta og með öflugustu þátttöku alls sjávarútvegssiðnaðarins frá upphafi.

„Við erum hæstánægð með að geta haldið IceFish á nýjan leik í septembermánuði, eftir að kóvíd-tímabilið setti tímasetningar og annað úr skorðum,” segir Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. „Sýningin fagnar nú 40 ára stórafmæli og í ljósi þess hversu mikið líf og kraftur er í sjávarútveginum um þessar mundir geta gestir stólað á að á IceFish 2024 verður að finna allt „frá djúpinu til disksins”, ef svo má að orði komast.”

Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish 2024, nýtur sem fyrr trausts og stuðnings íslenskra stjórnvalda.

Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegs, matvæla og landbúnaðar, bendir á að sjávarútvegur er einn af hornsteinum íslensks atvinnulífs: „Við getum fullyrt með stolti að vegna ábyrgrar stjórnunar á hinum verðmætu fiskistofnum okkar hefur Íslendingum tekist að halda stöðu sinni sem ein fremsta fiskveiðiþjóð í heiminum í dag,” segir Svandís. „Samstarf útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja og íslenskra tækni-og þekkingarfyrirtækja hefur skapað kjöraðstæður fyrir sjávarútveginn til að auka samkeppnisforskot sitt og verðmætasköpun. Viðburður á borð við IceFish 2024 er mikilvægur þáttur í þeim samlegðaráhrifum sem komið hafa íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun og fullvinnslu sjávarafurða.”

Smelltu hér til að staðfesta áhuga þinn á að sýna á IceFish 2024.

21686-0895

Sýningarrýmið er hannað þannig að hver eining er afmarkað kerfi.