Núna eru aðeins sjö mánuðir þangað til að fjórtánda Íslenska sjávarútvegssýningin (IceFish 2024) hefst með glæsibrag og lausum sýningarrýmum fækkar óðfluga. Undirbúningur sýningarinnar er á fullri ferð svo að hægt verði að taka opnum örmum á móti öllum þeim fyrirtækjum og sérfræðingum hérlendis og erlendis sem mæta í Smárann og Fífuna 18.-20. september nk., og tryggja að þau fái frábæran vettvang til að sýna vörur sínar og þjónustu. IceFish er og verður ómissandi viðburður fyrir alla sem tengjast atvinnuveiðum, vinnslu sjávarfangs, fiskeldi og framleiðslu sjávarrétta. Auk þess að fagna stórafmæli – IceFish verður 40 ára í haust og þar með langlífasta íslenska sýning sinnar tegundar – mun sýningin í ár horfa til framtíðar og bjóða upp á helstu nýsköpun og tækninýjungar sem bæði rótgróin fyrirtæki og efnileg sprotafyrirtæki hafa á boðstólum.

Íslenskur sjávarútvegur styrkist stöðugt og verulegur ávinningur bætist sífellt við á vettvangi atvinnuveiða, fiskeldis, vinnslu sjávarfangs og þróun hliðarafurða. Það hefur því aldrei verið jafn ríkuleg ástæða til að sýna sig og sjá aðra á IceFish, hvort sem markmiðið er að styrkja tengslanetið, kynna sér það nýjasta og ferskasta á markaðinum eða skapa varanleg sambönd við hagsmunaaðila og leiðtoga í sjávarútvegsiðnaði.

IceFish 2024 verður þétt skipuð að venju og þar sýna margir traustir og kraftmiklir samstarfsaðilar sýningarinnar frá seinustu árum og áratugum, ásamt fjölmörgum nýjum fyrirtækjum frá Íslandi, Tyrklandi, Hollandi, Danmörku og Möltu, svo eitthvað sé nefnt. Skipuleggjendur eiga von á ríflega 400 sýnendum og sýningarskálum þjóðríkja og yfir tíu þúsund gestum í viðskiptahugleiðingum frá yfir 40 löndum.

Sýningin í ár býður að venju upp á fyrirtækjastefnumótin, sem leiða saman seljendur og kaupendur, og sérstakt svæði helgað smáum og nýjum fyrirtækjum, þar sem þeir sýnendur sem eru að sýna í fyrsta skipti geta hreiðrað um sig í sérsniðnum básum.

Ekki má heldur gleyma hinni gríðarvinsælu ráðstefnu, Fishwaste for Profit – 100% sjávarviðburður, þar sem valinn hópur leiðandi sérfræðinga fjallar um og kynnir margar framsæknustu nýjungar í heiminum á sviði nýtingu hliðarafurða sjávarfangs. Ráðstefna er nú haldin í fimmta sinn og er óhætt að segja að hún hafi eflst og styrkst með hverju árinu.

Athyglin beinist líka alltaf að hinum eftirsóttu Íslensku sjávarútvegsverðlaununum, sem verða nú afhent í níunda skipti. Þar fá fremstu fyrirtæki og afreksfólk á vettvangi innlends og erlends sjávarútvegs verðskuldaða viðurkenningu fyrir afburðagóða frammistöðu, hvort sem er á sviði atvinnuveiða, vinnslu sjávarfangs eða framleiðslu sjávarrétta.

 

Hérna geturðu séð skipulag sýningarrýmis:

 

Til að fá frekari upplýsingar um bókanir vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á info@icefish.is eða hringdu í okkur í síma (0044) 1329 825335

 

255443_214651015_429225

255443_214651015_429225