ALVAR kynnir nýjustu útgáfuna af sótthreinsibúnaði sínum á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár, en búnaðurinn er hannaður til þess að útrýma öllum bakteríum af vinnslusvæði.

Kerfin frá ALVAR framleiða þykka þoku af sótthreinsandi úða sem smýgur inn í hvert horn vinnslustöðvar. Með því að forrita kerfið er hægt að virkja það sjálfkrafa þegar vakt lýkur og vinnslusvæðið er mannlaust. Kerfin eru ætluð til notkunar í matvælavinnslu bæði á sjó og landi. Þau eru víða í notkun í íslenskum og norskum sjávarútvegi og fyrirtækið stefnir nú að því að fjölga í viðskiptahópnum og kynnir um leið nýja afhendingarmöguleika.

ALVAR hefur nú þróað nýja útgáfu af þessu kerfi, ALVAR Mist Focus, sem er sérstaklega hannað fyrir smærri aflokuð rými. Hægt verður að setja kerfið upp innan í vinnsluvélum og verður þetta kynnt í fyrsta sinn á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár.

„Búnaðurinn er að verða flóknari og nú þegar þessi stærri og æ þróaðri kerfi eru komin í notkun víða, þá höfum við séð að fólk hefur áhyggjur af því að þau séu nægilega vel sótthreinsuð,“ sagði Daniel Fontané.

„Til þess að koma til móts við þessar kröfur höfum við tekið í notkun ALVAR-tækni í úðaklösum sem hægt er að koma fyrir innan í vélum og tryggja þannig að hvert einasta horn í þessum flóknu, aflokuðu rýmum séu sótthreinsuð eins vel og aðrir hlutar vinnslusvæðisins.“

Hann nefndi að enginn vafi leiki á því hve góðum árangri ALVAR-kerfið nær, en helstu framleiðendur sjávarafurða við Norður-Atlantshaf, þar á meðal Samherji og Royal Greenland, nota þetta kerfi.

„Við munum sýna þetta kerfi á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár, og við lítum svo á að þessi sýning sé fullkominn vettvangur til þess að vekja athygli á því sem við getum gert. Ekki er samt auðvelt að sýna þetta á mynd, því ekki er hægt að taka mynd af þoku. En með því að vera með skáp sem við getum fyllt þá getum við látið fólkið upplifa úðann.“

ALVAR

ALVAR

Caption: Hreinsikerfin frá ALVAR, fyrir fiskvinnslur, eru í notkun víða í íslenskum og norskum sjávarútveg