Tyrkneska fyrirtækið Termodizayn Termik Cihazlar San. Ve Tic. Ltd. Sti., sem sérhæfir sig í frystibúnaði, hefur sett upp nýtt útibú á Maldiveyjum undir nafninu Termodizayn Maldives Pvt. Ltd.

Nýja útibúið hefur þegar tekið þátt í hinum árlegu hátíðarhöldum sjómannadagsins á Maldíveyjum, og tækifærið notað til þess að kynna RSW-kælikerfi fyrirtækisins og ísflöguvélarnar.

Að sögn móðurfyrirtækisins, sem í fyrsta sinn tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni á þessu ári, þá sýndu allir sjómenn og útgerðarfyrirtæki á staðnum mikinn áhuga á vörunum frá Termodizayn.

Termodizayn greinir einnig frá því að fyrirtækið hafi nú eþgar sett upp nokkrar ísflögufélar og RSW-einingar um borð í fiskiskipum á Maldíveyjum.

Sjómenn á staðnum kunna að meta það hve fyrirferðarlítil og notendavæn tækin frá Termodizayn eru, og að þau eru með VFD-drifbúnaði sem fyrir sitt leyti gerir kleift að nota mun minni rafala um borð í fiskiskipunum.

Nýlega tóku stjórnvöld á Maldíveyjum tilboði frá Termodizayn um að útvega 50 RSW-kælikerfi um borð í fiskibáta.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Termodizayn 1