Nafn hópsins er dregið af Environmental Technology, eða umhverfistækni, og aðildarfyrirtækin þrjú, Evotec AS, Brimer AS og ServiTech AS, hafa hvert um sig sérhæft sig á sviðum sem ná yfir sjávarútvegsgeirana í bæði fiskveiðum og fiskeldi.

Entec hefur framleitt sérsmíðaðan búnað fyrir brunnbáta, þjónustuskip og úthafseldi, þar á meðal ýmsar lúsavarnir, og starfar bæði á sviði landeldis og sjókvíaeldis. Fyrirtækið útvegar meðal annars eldiskör, fóðurgeyma og votfóðursgeyma.

Fyrir veiðar hefur Entec framleitt Evotec Multisoft vindukerfi fyrir sum nýstárlegustu veiðiskipin sem nú eru í smíðum, þar á meðal fyrir hina nýju Gitte Henning sem verið er að smíða hjá Zamakona í Bilbao.

Eigandinn, Henning Kjeldsen, valdi rafknúna vindukerfið frá Entec þar sem notast er við SRPM-tækni (Synchronous Reluctance assisted Permanent Motors). Vökvakældir hreyflarnir eru hannaðir fyrir vinnu við erfiðar aðstæður.

„SRPM-vélarnar eru minni umfangs, léttari og afkastameiri samanborið við sísegulmótora,” sagði Håkon Woldsund, sölustjóri hjá Entec.

„Þetta er viðskiptavinur sem við hlökkum virkilega til að starfa með. Við útvegum minnstu rafmagnsvindur heims og spörum mikið í þyngd sem þýðir að skipin geta borið meiri afla. Við reiknum með að þessir kostir gefi viðskiptavinum okkar meiri hagnað.”

Hann tók fram að Entec stefnir að því að skapa virðisauka fyrir viðskiptavini sína með því að bjóða upp á hagkvæm og sjálfbær kerfi.

„Við sjáum líka mikil tækifæri í meðferð vatns og frárennslisvatns innan Aqua-deildarinnar okkar, ásamt vörum og kerfum fyrir landeldi, vinnslu og fiskveiði. Ennfremur sjáum við mörg tækifæri á markaði í Maritime-deildinni okkar fyrir sjálfvirkar lausnir, þjónustu og lagnir.

„Við erum spennt fyrir því að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í fyrsta sinn, og lítum á hana sem lykilatburð fyrir fiskveiði- og fiskeldisgeirana á Norðurlöndum. Við vonumst til þess að sjá eins mörg ykkar og mögulegt er í básum okkar á sýningunni, þar sem við getum sýnt notkun vindukerfanna, og við verðum reiðubúin til þess að svara öllum þeir spurningum sem þið hafið,” sagði Håkon Woldsund með bros á vör.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

ENTECCermaq-Forsan