Íslenska fyrirtækið Ískraft kynnir sumar af nýjustu nýjungunum frá Rockwell Automation á Íslensku sjávarútvegssýningunni nú í ár. Snjalllausnirnar frá þeim gagnast mest framsæknustu sjávarútvegsfyrirtækjunum, nú þegar sú grein er eins og margar aðrar komin vel á veg í stafvæðingu starfseminnar.

Ískraft hefur séð um dreifingu á búnaði frá Rockwell síðan 1994 og er nú eini umboðsaðilinn fyrir vörur þeirra hér á landi.

Iðnaðartölvurnar frá Rockwell hafa fengið ýmis verðlaun og eru vel þekktar fyrir endingu og áreiðanleika, en drif með breytilegri tíðni hafa orðið mjög vinsæl vegna þess hve uppsetning þeirra er auðveld og vegna þess hve auðvelt er að laga þau að fjölbreyttum gerðum véla og búnaðar.

Fyrirtækið framleiðir hreinsibúnað (IP66 & IP&69) – allt frá öflugum skjám og skjátölvum úr ryðfríu stáli yfir í öryggisbúnað og skynjara.

Ískraft hefur, í samvinnu við Mannvit, Lotu og Eflu (sem eru vottuð Rockwell-kerfisfyrirtæki), sett upp Rockwell-búnað í afkasamiklar fiskvinnslur víða um Ísland, en meðal viðskiptavina eru Skinney-Þinganes, Vinnslustöðin, Loðnuvinnsland, Síldarvinnslan og Eskja.

logo_iskraft_2019

logo_iskraft_2019

Caption: Ískraft telur Rockwell búa yfir mörgum lausnum sem geta gagnast sjávarútvegi