Nú eru innan við fjórir mánuðir þangað til að fjórtánda Íslenska sjávarútvegs- sjávarrétta- og fiskeldissýningin hefst, og því hefur Mercator Media Ltd., skipuleggjandi sýningarinnar, opnað fyrir skráningu gesta.

IceFish 2024 stendur yfir dagana 18.-20. september nk, í Smáranum/Fífunni í Kópavogi. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og fagnar því stórafmæli að þessu sinni. IceFish hefur fyrir löngu markað sér verðugan sess og óhætt að segja að það sé skyldumæting á hana fyrir fulltrúa fyrirtækja á sviði fiskveiði, fiskvinnslu, fiskeldis og annarra greina innan geirans, sem og fyrir alla þá sem hafa áhuga á því nýjasta og áhugaverðasta í tækni og þjónustu fyrir sjávarútveginn.

Á sýningunni er að finna það sem hæst ber í þróun, nýsköpun, vöruframleiðslu og þjónustu, allt það sem knýr greinina áfram og færir hana upp á nýtt stig í framleiðni, skilvirkni og sjálfbærni. Gestir fá þar tækifæri til að heimsækja yfir 400 sýnendur, fulltrúa fyrirtækja og vörumerkja frá bæði Íslandi og mörgum öðrum löndum heimsins, skapa viðskiptasambönd og styrkja tengslanetið. Gestir geta einnig nýtt sér fyrirtækjastefnumótin, sótt áhugaverða ráðstefnu, afhendingu Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna og sérstakar vörusýningar á nýstofnuðu kynningarsvæði.

IceFish-teymið hlakkar til að taka á móti þér og fagna um leið 40 ára afmæli þessarar einstöku sýningar.

 

263771_216861092_207250 (1)

263771_216861092_207250 (1)