Elstu skjalfestu heimildir um málmsmiðju Pewag í bænum Brückl í Austurríki ná allt aftur til ársins 1479! Á þeim rúmlega fimmhundruð árum sem liðin eru síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og er nú í dag leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á keðjum. Velgengni og langlífi fyrirtækisins byggir á breiðu framboði á vel hönnuðum og sterkum vörum.

Vöruúrval Pewag hefur m.a. að geyma margar rómuðustu snjókeðjur á markaðinum, keðjur til skógavinnslu og skógræktunar, keðjur fyrir lyftur og færibönd, keðjur sem notaðar eru við hvers kyns verklegar framkvæmdir, lyftibúnað og festingar, fyrir garðvinnu og svo mætti lengi telja. Pewag er einnig mjög þekkt og virt í frönskum sjávarútvegi fyrir keðjubúnað til notkunar á togurum, sem og galvaniseraðar keðjur sem fyrirtækið þróaði fyrir notkun í túnfiskveiðum.

Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru líka notaðar í fiskeldisgeiranum; lausnir sem mæta einstökum kröfum matvælaframleiðslu í vatni og sjó.

Þegar gestir IceFish 2024 heimsækja bás Pewag (SBZ10) á sýningunni munu þeir geta kynnt sér keðjur sem fyrirtækið hefur sérhannað til að standast álagið við erfiðustu hugsanlegu aðstæður í sjó, keðjur sem hafa getið sér frábært orð fyrir áreiðanleika og endingu.

Forsvarsmenn Pewag segja að rekja megi allar þær hágæða lausnir sem fyrirtækið framleiðir, til „frumkvöðlaanda, sem knúinn er af nýsköpun.“ Þeir leggja áherslu á að vera traustir samstarfsaðilar viðskiptavina sinna, í krafti þess að geta boðið „hágæða vörumerki, vöru og þjónustu, ásamt því að hafa á að skipa starfsfólki sem hefur ástríðufulla ánægju af starfi sínu og kappkostar að leggja sig hundrað prósent fram.“

 

Pewag

Pewag

 

[Pewag.jpg] Myndatexti: Veiða með sjálfstrausti – Pewag framleiðir hágæða keðjur sem eru sérsniðnar að þörfum fiskveiða og fiskeldis.