PERUZA er framleiðandi tækja og búnaðar fyrir matvælaframleiðslu með höfuðstöðvar í Lettlandi, en fyrirtækið sýnir á Íslensku sjávarútvegssýningunni í september næstkomandi, nánar tiltekið á bás E61.

Þegar kemur að því að finna ákjósanlega tegund bretta fyrir matvælaframleiðslu hentar engin ein lausn þörfum allra. Tilgangur notkunarinnar ræður mestu um hvernig velja skal brettin, svo sem fyrir hvaða vöru á að nota þau, mismunandi afbrigði vörunnar, magn og afhendingarhraði, svo fátt eitt sér nefnt. Sérfræðingar PERUZA benda á þannig getur heillaga öskjustaflari (full layer palletiser), sem er hannaður til að undirbúa og bretta heilt vörulag fljótlega og gætilega, verið hentugur kostur fyrir framleiðslu sem snýst um eina vörutegund. Hins vegar gæti öskjuþjarkur (robotic palletiser) hentað betur ef vöruflokkarnir eru fleiri og ef setja þar bil á milli bretta.

Þegar valið stendur á milli tveggja kosta er mikilvægt að huga að öllum hugsanlegum þáttum, þar á meðal kostnaði, sjálfbærni og auðveldu aðgengi. PERUZA verður með öflugt teymi sérfræðinga á IceFish 2024 í haust til að kynna fyrir gestum árangursríkustu lausnir sem eru í boði á þessu sviði. Lausnir fyrirtækisins fela m.a. í sér háhraða öskjustaflara (Peruza High Speed Palletiser), sem hannaður er fyrir hraðan og nákvæman undirbúning og heillaga bretti. Um er að ræða fjölhæfa vél, færa um að meðhöndla úrval af vörum, allt frá litlum flöskum eða pökkum til stórra kassa og frauðplastumbúða. Meðal helstu kosta búnaðarins er fullkomin sjálfvirkni í öllu ferlinu; hleðsla vörunnar er forstillt í samræmi við vörutegund og afbrigði hennar, og búnaðurinn býr yfir sveigjanleika til að hægt sé að aðlaga hann að nýjum vörutegundum með lítilli fyrirhöfn. Búnaðurinn býður líka upp á stöðugt vinnsluflæði með lágmarks lotutíma (allt að 30 vörur á mínútu).

Á sama tíma er öskjuþjarkurinn (Peruza Robot Palletiser) hannaður fyrir brettun á miklu vörumagni, og getur afkastað allt að 500 einingum á mínútu. Þessi búnaður getur þjónustað vörur af ýmsum stærðum og gerðum og er tilvalinn fyrir meðhönlun á plast-, gler- og pappaílátum í mismunandi stærðum. Búnaðurinn setur inn vörur frá tveimur aðkomulínum í einu. Brettasvæði þjarksins er útbúið með millibilum og brettin flytjast á það svæði. Með því að nota háþróaða griptækni getur þjarkurinn stýrt á skilvirkan hátt bæði vörunum og brettunum. Helstu kostir Robot Palletiser-búnaðarins er að hann gerir rekstraraðilanum kleift að stýra brettun á allt að 20 vörum á mínútu, hægt er að stilla sjálfkrafa á milli forstilltra vörutegunda og hann getur líka myndað fyrirfram skilgreinda röðun á vörunum, ásamt því að búa yfir sveigjanleika til að aðlagast því vinnusvæði sem fyrir er á staðnum.

PERUZA Jpg

PERUZA Jpg

(Caption) Þegar velja þarf rétta brettabúnaðinn er mikilvægt að meta ýmsa þætti, þar á meðal kostnað, sjálfbærni og auðvelt aðgengi, segja sérfræðingar PERUZA.