Gestir á IceFish 2024 fá tækifæri til að kynna sér greiningartæki og hugbúnaðarlausnir sem OLSPS Group hefur þróað til að auðvelda skipstjórnarmönnum og stjórnendum í fiskvinnslu, útgerð og öðrum sjávarútvegsgreinum að taka upplýstar ákvarðanir.

Amos Barkai, doktor í sjávarlíffræði, og Mike Bergh, doktor í hagnýtri stærðfræði, stofnuðu OLSPS árið 1989 og hafa síðan þá þróað hugbúnaðarlausnir fyrir ótal fiskiskip og fiskvinnslur. Auk þess að þróa hugmyndaríkar hugbúnaðarlausnir hefur fyrirtækið einnig búið til háþróuð stofnmatslíkön og ný rekstrarkerfi fyrir fiskvinnslur, stórar sem smáar.

Rafræna dagbókin Olrac eLog er hugbúnaðarpakki fyrir notkun á bæði sjó og landi, háþróað forrit en þó mjög einfalt í notkun, þar á meðal í öllum farsímum og borðtölvum. Olrac eLog var hannað til að aðlagast þörfum og kröfum mismunandi fiskiðjuvera vítt og breitt um heiminn, og með það í huga að hægt væri að stækka það til að takast á við síbreytilega gagnasöfnun og þarfir stjórnenda hverju sinni.

Olrac-skipalausnin – yfirleitt kölluð Olrac-DDL (Dynamic Data Logger) – er notuð daglega á skipum sem gerð eru út frá Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og Ástralíu, og brátt bætast kanadískar útgerðir í hópinn. Olrac-DDL getur skráð gögn af öllu tagi (afli, ástand veiðifæra, upplýsingar um skipið, umhverfismál, flutninga o.s.frv) í rauntíma, eða eftir að tiltekið atvik hefur átt sér stað, og sent skýrslur um viðkomandi atriði í gegnum Netið, farsímakerfi eða gervihnattakerfi.

OLSPS hefur líka þróað sérstaka hugbúnaðarlausn fyrir farsíma, í því skyni að mæta þörfum lítilla aðila í fiskvinnslu og þeim miklu áskorunum sem þeir standa frammi fyrir. Sú lausn nefnist Olrac Mobile Dynamic Data Logger, yfirleitt stytt í Olrac-mDDL. Þetta er sjálfstætt farsímaforrit, sem er samhæft við Android og iOS stýrikerfi, og býður upp á fulla aðlögun að kröfum viðskiptavina, sem tryggir m.a. að farið sé eftir gildandi reglum um fiskvinnslu á viðkomandi svæði.

Olrac-lausnirnar innihalda einnig netkerfi kerfi fyrir skip, fyrir gagnaflutning, stjórnun og greiningu. Það kerfi nefnist Olrac Dynamic Data Manager (Olrac-DDM). Olrac-DMM gerir notandum kleift að skoða rauntímaskýrslur frá mismunandi skipum, skoða, greina og draga saman gögn um það sem gerist á skipunum, og skoða skipin og staðsetningu þeirra í gegnum kortaviðmót.

Olrac-DDM inniheldur einnig umfangsmikið löggildingar-, endurskoðunar- og samanburðarkerfi til að sannprófa gögn þegar þau eru slegin inn, og til að bera sjálfkrafa kennsl á ósamræmi í gögnum.

OLSPS er um þessar mundir að samþætta Olrac-skipalausnir sínar við vökunarmyndavélar um borð í skipum og þróa samþætta rafræna vöktunar-og skýrslulausn (iEMR). OLSPS er einnig að gera tilraunir með því að bæta við myndvinnslukerfi sem byggir á gervigreind, í því skyni að eLog-lausnin geti með sjálfvirkum hætti metið aflann eftir tegundum, greint samverkan á milli sjávarlífvera og fundið og greint merki sóunar.

OLSPS

OLSPS

 

[OLSPS.jpg] Myndatexti: Hugbúnaðarlausnin Olrac Dynamic Data Logger (Olrac-DDL) er notuð til að útbúa rafrænar veiðiskýrslur.