Skipasmíðastöðin Nova í Tuzla, Tyrklandi, sjósetti þann 3. janúar síðastliðinn þrjú fiskiskip til afhendingar kaupendum í lok mánaðarins.

Þegar heim er komið verða bátarnir gerðir út frá Quistreham í norðvestanverðu Frakklandi.

Lokið var við smíði skrokkanna í lok maí 2021, en síðan voru skipin fjögur smíðuð samtímis í Nova skipastmíðastöðinni. Hönnunin var í höndum Archi-Delion í Frakklandi.

BOPP Treuils sá um hönnun á knúningsbúnaði, KORT Propulsion UK sá um skrúfubúnaðinn en aðalvélarnar og gírarnir koma frá Moteurs Baudouin.

Nova leggur áherslu á að allir sem koma að framleiðslu búnaðarins séu fyrirtæki í Evrópu og að þau voru valin út frá sérþörfum eigendanna, meðal annars hvað varðar einfaldleika í notkun og framtíðarviðhald.

Nova skipasmíðastöðin tekur nú í fyrsta sinn þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni þetta árið, en fyrirtækið var stofnað fyrir aðeins tveimur árum. Þar eru smíðuð bæði ál- og stálskip af ýmsu tagi allt eftir því sem óskir viðskiptavina segja til um.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Nova