Oddvar Raunholm, markaðsstjóri Knuro, segir fyrirtækið framleiða fyrir ákveðinn markaðskima en engu að síður er vörulínan frá þeim allrar athygli verð. Þar á meðal er að finna hreinsibúnað sem er hannaður til að virka fullkomlega með Baader 142 slægingarvélinni, fiskteljara sem fylgist með daglegri vinnslu af 98% nákvæmni, og SCADA tölvubúnað sem sér um framleiðslustýringu og greiningarvinnu og kallast alla jafna The Boss.

„Þetta var það nafn sem frumgerðin fékk og það vildi loða við. Þannig að núna getum við ekkert breytt því,“ segir hann, og bætir því við að The Boss sé notaður í lax- og silungsstöðvum í Noregi og Skotlandi.

Upphaflega var The Boss hugsaður sem kerfi til að safna safna saman upplýsingum frá slægingarlínum, en þróaðist síðan yfir í allsherjarkerfi sem safnar og birtir gögn frá öllum búnaði í vinnslustöð.

„Við sýnum á Íslensku sjávarútvegssýningunni á næsta ári vegna þess að við lítum á Ísland sem mikilvægan markað og við erum með viðskiptavini hér fyrir, því bæði Arnarlax og Búlandstindur hafa verið að nota hreinsikerfin okkar. Við sjáum að laxeldisgeirinn á Íslandi er í vexti og að magnið mun vaxa á næstu árum, þannig að þetta er áhugaverður markaður fyrir okkur.“

Tímasetning sýningarinnar árið 2021 hentar einnig vel fyrir Knuro til þess að sýna nýjustu afurð sína, sem er slægingarvél fyrir lax og silung sem jafnframt er með hreinsitækni okkar.

„Hreinsibúnaðurinn sem notaður er með öðrum slægingarvélum sparar einn mann á hverri vinnslulínu vegna þess að hann nær því að hreinsa vel allar leifar úr magaholi eftir slægingu, sem er ástæðum fyrir vinsældum búnaðarins – við höfum selt meira en 120 einingar,“ segir hann.

„Nú erum við að þróa okkar eigin slægingarvél og stefnum á að hann geti annað 25 til 30 fiskum á mínútu. Vinnslustöðvarnar yrðu hæstánægðar með að ráða við 30 fiska á mínútu.“

Nú er verið að gera tilraunir og vonast er til þess að frumgerðin verði tilbúin undir lok ársins, og þá verði hægt að senda hana til laxeldisstöðvar sem ætlar að prófa búnaðinn við raunverulegar aðstæður.

„Við vonumst til þess að þessi vél verði tilbúin á fyrsta fjórðungu ársins 2021, þannig að það er önnur ástæða til þess að mæta á Íslensku sjávarútvegssýninguna 2021. Við viljum sýna bæði núverandi og nýjum viðskiptavinum okkar hvað hún getur gert,“ segir Oddvar Raunholm.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Knuro2 Fish Counter copy