Gestir á IceFish 2024 í september munu geta skoðað nýjustu lausnir á sviði stýranlegra toghlera, lausnir sem þróaðar eru hjá danska fyrirtækinu Thyboron Trawldoor A/S. Þar á meðal er toghlerinn Type 42 Bluestream, en hann er talinn á meðal sterkustu hlera sinnar tegundar sem framleiddur hefur verið.

Stýranlegu toghlerarnir frá Thyboron Trawldoor eru þekktir fyrir stöðugleika og fjölhæfni. Þeir eru búnir hinum byltingarkennda og einkaleyfisvarða Bluestream-búnaði. Á þeim eru hreyfanlegar þynnur sem geta lágmarkað heildarflatarmál hlerans og þar með stillt skverkraft og vatnsþol eftir þörfum.

Bluestream-toghlerarnir eru yfirleitt framleiddar úr HARDOX450 eða sérstyrktu STRENX-stáli, í þeirri stærð og þyngd sem hentar best trollinu og þeim veiðihraða sem við á hverju sinni. Hlerarnir eru þróaðir til að uppfylla ítrustu kröfur útgerðarinnar og þeirra skipa og aðferða sem nýtt eru við veiðina. Þeir bjóða upp á hraðvirka aðlögun og gera vaxandi sjávarútvegsfyrirtækjum kleift að ná markmiðum sínum um hagkvæmni og minni umhverfisáhrif.

Toghlerarnir eru smíðaðir þegar búið er að reikna út jafnvægi með tilliti til þyngdar, og eru þannig sérsniðnir að þörfum hvers viðskiptavinar. Hlerarnir eru afhentir sem heildarlausn, sem inniheldur m.a. HPU-háþrýstibúnað, hugbúnað, stillanlegar vökvaþynnur, dýptarskynjara, hljóðbúnað (hydrophone), WiFi-loftnet og lithíum neðansjávar-rafhlöður. Þessar rafhlöður hafa slegið í gegn enda með óvenju langan líftíma.

Hægt er að stjórna toghlerunum með þráðlausri tengingu frá hljóðbúnaðinum (hydrophone), eða með þriðja vírnum, sem gerir skipstjóranum fært að fylgjast með hlerunum á skjá í brúnni og fínstilla þá eftir þörfum.

Auðvelt er að opna hugbúnaðinn og aðlaga hann að óskum skipstjórans.

Mörg evrópsk fiskiskip hafa nú þegar fengið afhent fullstýranleg Bluestream-toghlerakerfi, og á þessu ári verða þau sett upp m.a. í danska togaranum Ísafold, Beinur, Elín, Moroccan Ocean Venture og í aflaskipið mikla Hákon EA frá Akureyri. Um fimmtíu íslenskir sjómenn voru nýverið viðstaddir sýniprófun þeirra í sérstökum sjávartönkum, í samstarfi við Hampiðjuna, og ríkti mikil ánægja meðal þeirra.

Þá er stutt síðan nýir Type 42 Bluestram-toghlerar voru settir um borð í sænska veiðiskipið Kristín. Þeir hafa nú þegar fengið mjög jákvæð viðbrögð, þar á meðal frá skipstjóra Kristínar, sem kallaði þá „frábæra”.

Thyborn Astrid

Thyborn Astrid

Myndatexti: Kristín frá Svíþjóð notar nú Type 42 Bluestream-toghlera.