Þegar Vónin hófst handa við hönnun á nýju Twister uppsjávartoghlerunum var byrjað út frá sama grunni og við hönnun Tornado-hleranna sem hafa náð miklum árangri. Til viðbótar komu svo lokarar sem gera það mögulegt að breyta flotkraftinum frá flæðinu á bæði neðri og efri hluta hlerans.

Nýju Twister-hlerarnir eru hannaðir til að skila minni mótstöðu og minni eldsneytisnotkun og hafa nú þegar náð meiri þankrafti en fyrri hleragerðir auk þess sem þeir eru útbúnir með virku stjórnkerfi sem gerir þá að fyrstu snjallhlerum sögunnar.

Þeir voru prófaðir til að tryggja að allt sem útreikningarnir sögðu til um myndi standast í raun – og svo fór því þankrafturinn varð enn betri en í Tornado-hlerunum, að því er Vónin greinir frá. Vónin telur að 4,39 flotstuðull Twister-hleranna sé sá hæsti sem þekkist á markaðnum, og að hlutfall viðnámsstuðuls og flotstuðuls (CL/CD) sé á bilinu 3,16 til 3,60, allt eftir því hvernig lokarar eru stilltir og hvert álagshornið er. Lokarastillingar hafa mjög lítil áhrif á CL/CD gildi hleranna, sem þýðir að léttara verði að draga hlerana þegar flotkrafturinn er minni.

Stöðugleiki Twister-hleranna er mjög sveigjanlegur. Þeir hafa verið notaðar við ýmsar uppsjávarveiðar, allt frá því að ná í mjög dreifðan fisk á töluverðu dýpi yfir í að elta óljós merki um hraðskreiðan makríl aðeins fáeina metra undir yfirborðinu.

Sveigjanleikinn næst vegna þess hve fjölhæfir lokararnir eru sem breyta vatnsflæðinu sem streymir milli hleraspjaldanna, en báðir hlerarnir eru með efri og neðri lokurum. Þetta býður upp á stillingar fyrir meiri eða minni þankraft, en gefur einnig möguleika á því að láta hlerana leita upp eða niður í sjónum.

Til þess að stilla lokarana þarf ekki annað en að einn úr áhöfninni snúi einfaldri sveif þegar hlerarnir eru við skutinn. Þetta fyrirkomulag, sem bíður afgreiðslu einkaleyfis, þýðir að ekki þarf að færa neinar keðjur til að stilla hlerana.

Vónin er svo með sitt eigið Smart-snjallstýrikerfi fyrir toghlera. Twisterhlerarnir eru nú þegar komnir með möguleikann á að setja upp þetta Smart-kerfi sem felst í því að hlerarnir skiptast á upplýsingum um þanstöðu. Með dýptarskynjurum að auki ráða hlerarnir yfir stöðuvitund sem gerir þeim kleift að bregðast við eftir því hvernig þeir eru forritaðir, og er boðið upp á mismunandi stillingar eftir því hvernig veiðar á að stunda.

Skipstjórar geta stillt hlerana úr snjallsíma- eða spjaldtölvu-forriti. Þar sem hlerarnir geta brugðist sjálfkrafa við breytilegum aðstæðum þá er engin þörf fyrir boðbreyti á skipshlið og samskipti milli skips og búnaðar verða því ekki til vandræða.

Vonin verður með kynningu sína í bás F32 á Íslensku sjávarútvegssýningunni

 

Caption: Twister uppsjávarhlerarnir stóðu sig betur í tilraunum þegar kom að skverun hleranna heldur en Tornado-hlerar