MLT Maskin & Laserteknikk sérhæfa sig í iðnaðarmælingum, eru með höfuðstöðvar í Osló og stefna að því að koma lausnum sínum yfir í fiskveiði- og fiskeldisgeirana.

Fyrirtækið tekur nú i fyrsta sinn þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni, en fyrirtækið flytur inn og selur vörur frá mörgum þekktum tækjaframleiðendum í þeim tilgangi að geta boðið upp á frumlegustu lausnir sem fáanlegar eru til að mæla og endurgera frá grunni, og þar á meðal eru nýjustu þrívíddarskannar og ljósmyndatækni.

Fulltrúi fyrirtækisins, Tony Melkild, segir þennan mælibúnað og þjónustu geta komið að miklu gagni í fiskveiðum og nýtast við margvíslegar aðstæður, svo sem við að staðfesta raunteikningar innviða og mannvirkja.

Sem dæmi getur MLT Maskin & Laserteknikk séð um þrívíddarskönnun fyrir viðskiptavini sína til að skoða keypta íhluti og tryggja gæðaeftirlit, eða til að auðvelda endursmíði á verksmiðju eða uppfærslu búnaðar, segir Melkild.

Sömuleiðis væri hægt að þrívíddarskanna báta eða eldisstöðvar áður en hafist er handa við endursmíði, sagði hann.

Fyrirtækið útvegar einnig og selur þessi tæki til viðskiptavina sinna og sér um alla nauðsynlega þjálfun vilji þau láta eigið starfsfólk sjá um slík verkefni.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Image 2

Hægt væri að nota búnaðinn til að þrívíddarskanna báta eða eldisstöðvar áður en hafist er handa við endursmíði.