Íslenskur sjávarútvegur gæti tvöfaldast að verðmæti á næstu tíu árum, sagði Benedikt Árnason, ráðuneytisststjóri sjávar- og landbúnaðarráðuneytisins, við setningarathöfn Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2022 sem fram fór í dag.

„Náin samvinna á sviði fiskveiða og fiskvinnslu hefur gert íslenskum fyrirtækjum kleift að þróa tæknina og þekkinguna sem þarf til að efla samkeppnishæfni greinarinnar. Þau starfa án afláts að því að auka verðmæti í greininni og bæta nýtinguna í bláa hagkerfinu.”

Benedikt benti á að loftlagsbreytingar búi til áskoranir í sjávarútvegi sem bæði atvinnugreinin og stjórnvöld verði að taka höndum saman um til að tryggja að Ísland nái markmiðum sínum á sviði loftlagsmála. „Íslenska sjávarútvegssýningin skapar mikilvægt tækifæri til að kynna og fylgjast með nýjustu þróun varðandi orkunýtingu í sjávarútvegi, og hvernig skipahönnuðir og skipasmiðir, sem og framleiðendur búnaðar fyrir veiðiskip, eru að bregðast við nýjum áskorunum. Það eru margar áskoranir í þessum geira og stjórnvöld verða líka að tryggja að hagsmuna íslensk sjávarútvegs sé gætt á alþjóðavísu.”

„Ég hef þá trú að sjálfbær nýting sjávarafla sé miðlæg í hagsmunum íslensks sjávarútvegs og að við verðum öll að bregðast við í samræmi við það. Með því að hlúa að styrk íslensks sjávarútvegs, nýtingu fiskistofna, fiskveiðistjórnunarkerfisins og öflugu samstarfi sjávarútvegsfyrirtækja og tæknigeirans getur verðmæti greinarinnar og tengdra atvinnugreina tvöfaldast á næsta áratug,“ sagði hann.

Benedikt Árnason

Benedikt Árnason