carousel2 (14)

IceFish Connect, sem stendur yfir frá 16.-18. nóvember 202, bauð annan daginn í röð velkomna skráða gesti og sýnendu á sýningu í sýndarveruleika!

DAGUR 2 - SAMANTEKT

- Ráðstefnan um fullnýtingu sjávarfangs, Fish Waste For Profit – Product Utilisation, færði sönnur á að í stað þess að vera fargað nýtast hliðarafurðir sjávargangs í allt frá leðri til lýsis. Enn er talsvert í land, en þessir frumkvöðlar eru í brjósti fylkingar. Á meðal ræðumann voru Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans, Brett Glencross, tæknistjóri The Marine Ingredients Organisation, dr. Manuela Mauro, vísindamaður hjá Bythos-stofnuninni, Snorri Hreggviðsson, forstjóri Margildis, Martina Imfeld, sérfræðingur í stafrænni prentun og litatækni hjá Devstudio, Elisa Palomino, prófessor hjá Listaháskólanum í London, og Katrín María Káradóttir, dósent í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.

-  Íslenski sjávarklasinn hefur í áratug tengt saman frumkvöðla, fyrirtæki og sprota í bláa hagkerfinu. Hér var fjallað um lykilþætti þess að stofna nýtt fyrirtæki með árangursríkum hætti.

Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans, ræddi um vöxt þekkingarmiðstöðvarinnar og benti sérstaklega á að nú væri búið  að stofna systur-klasa í Portland í Maine, þar sem humarafurðir eru í forgrunni. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi samvinnu og bent í því samhengi á að rúmlega 70% þeirra aðila sem finna má í Húsi sjávarklasans starfa saman í því skyni að ná hámarks árangri.

Á meðal ræðumanna voru Guðrún Marteinsdóttir, stofnandi Taramar, Halla Jónsdóttir, meðstofandi og stjórnandi rannsóknar og þróunar hjá Optitog, Ólöf Rún Tryggvadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá iceCare health, og Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans.

- Optimar AS. Hans Owen Thunem, aðstoðarframkvæmdastjóri í fiskeldisdeild Optimar AS, og Per Vidar Lange, sölustjóri fyrirtækisins, ræddu núverandi þróun á alþjóðlegum markaði og hvernig munurinn á framboði og eftirspurn er að breytast, samfara aukinni þörf fyrir nýsköpun í frystitækni.

-  Gestir fengu líka að heyra í hinum virta hagfræðingi Bronwyn Curtis, en hún ræddi um fjárhagsyfirlit, áhrif heimsfaraldursins, verðbólgu, rafmyntir og margt fleira.

Hægt er að fá upptökur af öllum dagskrárliðum með því að skrá sig hér fyrir

Taktu þátt á degi 3!

-  Konur í sjávarútvegi – fáðu innsýn í þá framþróun sem orðið hefur hjá samtökunum Women in Seafood Industry (WSI) síðan þau voru stofnuð árið 2017. Taktu þátt í samræðunum og öðlastu þekkingu á nýju framtaki og nýsköpun í fjármálum og bankastarfsemi sem styðja við konur og sjálfbæra þróun.

- Eiríkur Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Industrial Solutions, umboðsaðila Dolav kara- og brettaframleiðandans, fjallar um lausnir fyrir sjávarútveginn og nýjustu þróun í faginu.

-  Xpectrum – stafræn tæki til að auka gæði og styrkja upprunaleika í matvæla- og smásöluiðnaði. Simon Steverlinck, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Xpectrum, fjallar um handhægt tæki sem fyrirtækið þróaði til að unnt sé að nota líkön fyrir tegundagreiningu í fiski, ferskum eða frosnum. Tækið leysir af hólmi DNA-greiningu, er á hagstæðu verði og með 99% nákvæmni.

-  Á alþjóðavísu er hagkerfi hafsins metið á um 1,5 billjónir dollara árlega. Fyrir vikið hefur Bláa hagkerfið öðlast aukið vægi og krafan um betri stýringu og umgang um auðlindir hafsins hefur orðið háværari.

Taktu þátt í umræðum sérfræðinga um hvernig má móta þetta málefni í þágu fjöldans, og hvaða möguleikar séu í boði, frá alþjóðlegu sjónarmiði, frá svæðisbundnu sjónarmiði og frá fjárfestingarsjónarmiði.

Enn er tími til að bóka fundi með sýnendum, sem og öðru fagfólki á sviði sjávarútvegs og sjávarréttaframleiðslu, sem finna má á IceFish Connect!

Skráðu þig núna

Frekari upplýsingar um IceFish Connect er að finna hjá skipulagsteyminu í síma (0044) 1329 825335 eða í netfanginu support@icefish.is