carousel2 (13)

IceFish Connect, sem stendur yfir frá 16.-18. nóvember 2021, opnaði sínar stafrænu sýndardyr í gærmorgun og bauð velkomna skráða gesti og sýnendur, allir klárir til að styrkja tengslanetið og njóta troðfullrar dagskrár!

DAGUR 1 SAMANTEKT

-  Ráðstefnan um tækninýjungar í fullvinnslu sjávarfangs, Fish Waste For Profit - Technology Innovation, bauð upp á mikilvæga innsýn í það hvernig tækniþróun og nýsköpun er að stuðla að hámarksframleiðslu- og nýtingu sjávarfangs.

Ræðumenn voru Mehdi Abdollahi, frá Kalmarháskóla í Svíþjóð, Vilhjálmur Jens Arnarson frá Íslenska sjávarklasanum, Frode Blålid frá fyrirtækinu Nuas Technology í Noregi og Dennis Lohmann frá Baader-fyrritækinu í Þýskalandi. Þeir ræddu m.a. að öll virðiskeðjan í sjávarútvegi yrði að vera samtaka til að gera 100% nýtingu að veruleika.

- Loðnukvótinn fiskveiðiárið 2021-2022. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, Árni M Mathiesen, ráðgjafi hjá Sjávarklasanum og fyrrum sjávarútvegsráðherra, fóru yfir hvað stærsti loðnukvóti í tvo áratugi muni hafa á innviði og efnahag Íslands, þar á meðal áætlaðar 60 milljarða útflutningstekjur loðnuafurða.

-  Viðskiptasamantektir frá fulltrúum nokkurra af fremstu fyrirtækjum Íslands, þar á meðal Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, sem ræddi um þróun fyrirtækisins allt frá því að það hóf starfsemi í kringum framleiðslu á einni vog á níunda áratuginum í samstarfi við Háskóla Íslands. Hún ræddi um fjárfestingar fyrirtækisins í nýsköpun og þá möguleika sem ný tækni, þar á meðal gervigreind, býður upp á í háhraða fiskvinnslu.

Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, ræddi um sögu fyrirtækisins í samhengi við þann stuðning sem það hefur veitt sjávarútvegi, og þau skref sem fyrirtækið er nú að stíga til að minnka kolefnissporið. Daði sagði meðal annars: „Við erum að reyna að sigla í rétta átt með því að minnka kolefnissporið, og í dag er umhverfisvæn orka að knýja eina af framleiðsluvélum okkar. Við erum eini framleiðandinn í heiminum með vélbúnað af þessari stærðargráðu til að framleiða vörur með hverfissteypu.”

Hægt er að fá upptökur af öllum dagskrárliðum með því að skrá sig hér fyrir 

Taktu þátt á degi 2!

- Lærðu af reynslu Íslenska sjávarklasans, drífandi þekkingaseturs sem hefur tíu ára reynslu af því að tengja saman frumkvöðla, fyrirtæki og sprota í bláa hagkerfinu! Hérna verður rætt um hvernig setja á stofn fyrirtæki með árangursríkum hætti.

- Hlustaðu á hvað hinn virti hagfræðingur Bronwyn Curtis, hefur að segja um fjárhagsyfirlit, áhrif heimsfaraldursins, verðbólgu, rafmyntir og margt fleira.

- Fish Waste For Profit - Product Utilisation: Njóttu áhugaverðrar umfjöllunar um hámarksnýtingu sjávarfangs og hlustaðu á frumkvöðla sem hafa nú þegar haslað sér völl í faginu! Þessi dagskrárliður mun fara í saumana á því hvernig hliðarafurðir sjávarfangs nýtast í allt frá leðri til lýsis, í stað þess að vera sóað. Enn eru margar slóðir ókannaðar í fullnýtingu sjávarfangs, en frumkvöðlarnir eru í fararbroddi þeirrar vegferðar.

Enn er tími til að bóka fundi með sýnendum, sem og öðru fagfólki á sviði sjávarútvegs og sjávarréttaframleiðslu, sem finna má á IceFish Connect!

Skráðu þig núna

Frekari upplýsingar um IceFish Connect er að finna hjá skipulagsteyminu í síma (0044) 1329 825335 eða í netfanginu support@icefish.is