Duguva er með fjölbreytt vöruúrval, þar á meðal rafgirðingar fyrir búfé og sérhæfðar slöngur fyrir skurðaðgerðir, en helsti vaxtarbroddurinn undanfarin ár hefur verið í framleiðslu á reipum og garni fyrir fiskveiðar og fiskeldi.

„Á síðustu fimm árum höfum við vaxið jafnt og þétt í fiskveiðum og fiskeldi,” segir Modestas Bernackas, en faðir hans stofnaði fyrirtækið fyrir 21 ári.

Í dag er Duguva með 5000 fermetra verksmiðju sem framleiðir ýmsar gerðir af HMPE og Dyneema reipum, allt upp í 30 mm reipi með 78 tonna slitþol.

„Við erum með mjög fjölbreytta framleiðslu, þannig að þegar rólegt er í einum geira þá tekur annar við sér,” sagði hann, og tók fram að vaxandi hluti framleiðslunnar hafi verið til fiskveiða og fiskeldis.

„Mest af reipunum okkar fara til viðskiptavina í Evrópu; Danmörku, Finnlandi, Noregi, Póllandi og Hollandi, auk þess sem við erum með nokkra breska viðskiptavini. Við erum líka með útflutning til Rússlands,” segir hann.

„Hingað til höfum við ekki verið með neina viðskiptavini á Íslandi – en við viljum breyta því og fyrir okkur er Íslenska sjávarútvegssýningin tækifæri til þess að kynnast betur markaðnum á Íslandi og komast í samband við nýja viðskiptavini okkar þar.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Duguva1.Gamyba 4 copy