Nýjasta skipið sem spænska skipasmíðastöðin Astilleros Balenciaga afhendir er hafrannsóknaskipið Tarajoc, smíðað með ísstyrkingu fyrir Náttúruauðlindastofnun Grænlands.

Skipið er 61,4 metra langt og 16,3 metra breitt, hannað af Skipsteknisk í Noregi og verður notað í rannsóknir á mikilvægum nytjastofnum eins og rækju, þorski og grálúðu og uppsjávarstofnunum síld, makríl og loðnu.

Tarajoc er eitt best útbúna skip sinnar tegundar í heiminum og getur togað rannsóknartroll á allt að 2.300 metra týpi. Það er útbúið til bæði uppsjávar- og botnveiða og með búnað til sýnatöku auk þess að vera með bergmálstæki sem látin eru síga niður til að losna við yfirborðshávaða. Pláss er fyrir allt að 32 manns í áhöfn að meðtöldum vísindamönnum.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

TARAJOQ_NB413_Aereas Dron-Foto_lq (5)