Gestir á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár geta hiklaust verið bjartsýnir á styrk og seiglu greinarinnar, enda tryggði loðnuvertíðin flotanum 34% meiri afla á 12 mánaða tímabilinu þangað til í apríl 2022. All veiddust nærri 1,48 milljónir tonna af fiski og skelfiski á þessu tímabili, að því er bráðabirgðatölur frá Fiskistofu segja.

Frá maí 2021 til apríl 2022 jókst uppsjávaraflinn um 69% milli ára og varð meira en 1 milljón tonn, og loðnan var meira en helmingurinn af þeim afla (521.468 tonn, sem er 637% aukning).

Á sama tíma veiddust 184.383 tonn af síld (+69%), 132.133 tonn af makríl (-13%) og 164.892 tonn af kolmunna (-31%).

Í botnfiskveiðum varð aflinn 446.770 tonn, sem var 7% minna en á næsta 12 mánaða tímabili á undan. Þorskaflinn varð 259.315 tonn sem er 8% minna en á fyrra tímabilinu, og ýsuaflinn varð einnig 8% minni eða 52.279 tonn og af karfa öfluðust 44.280 tonn eða 16% minna en ári áður. Ufsinn jókst aftur á móti um 16% og varð 62.422 tonn.

Ennfremur varð aflinn í flatfiski 10% minni eða 23.007 tonn, en á hinn bóginn jókst skelfiskaflinn um 10% og varð 6.409 tonn.

Fiskistofa segir ennfremur að heildaraflinn í apríl 2022 hafi verið 111.416 tonn sem er 4% minna en í apríl 2021. Það fór þannig að einungis í flatfiski og skelfiski varð aflaaukning, 6% í báðum flokkum því flatfiskaflinn varð 2.170 tonn og skelfiskaflinn 973 tonn.

Uppsjávaraflinn varð 3% minni eða 62.889 tonn, nánast eingöngu kolmunni, en botnfiskaflinn varð 45.383 tonn sem er 4% minna en ári áður – og helmingurinn af honum var þorskur.

 

Caption: Íslendingar veiddu 521.468 tonn af loðnu á 12 mánaða tímabili fram í apríl 2022