IceFish-sýningin býður upp á fyrirtækjastefnumót, en þau hafa notið stöðugt meiri vinsælda með hverri sýningu. Þátttakendur hafa myndað ný og öflug viðskiptatengsl og kannað ný markaðstækifæri. Yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum tóku þátt seinast á yfir hundrað fundum.

Fyrirtækjastefnumótin á IceFish 2024 fara fram dagana 18. til 20. september nk. á sýningarsvæðinu meðan á sýningunni stendur. Fundirnir eru skipulagðir af sjávarútvegs- og þjónustudeild Enterprise Europe Network á Íslandi, undir handleiðslu Rannís.

EKKKERT gjald er tekið af gestum eða sýnendum á Íslensku sjávarútvegssýningunni fyrir skráningu og þáttöku í fyrirtækjastefnumótunum.

Afhverju að taka þátt?

 

Fyrirtækjastefnumótin eru einstakt tækifæri til að styrkja tengslanetið þvert á landamæri og kynnast hugsanlegum viðskiptaaðilum. Innifalið í þátttöku er:

  • Betri nýting á þátttöku þínni í sýningunni.
  • Aðgangur að margskonar heppilegum fyrirtækjum og hagsmunaaðilum.
  • Vel skipulagðir 20 mínútna langir fundir með hagsmunaaðilum, sem hægt er að velja og staðfesta fyrirfram.

Hverjir nýta sér þjónustuna?

Fyrirtækjastefnumótin eru sniðin að þörfum fyrirtækja, klasahópa, alþjóðlegra leiðtoga og hagsmunaaðila á sviði rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi, þar á meðal útgerðum, fiskeldi, fiskvinnslu, markaðssetningu- og dreifingu, sjóflutningum og úthafssiglingum, og fjölmörgum öðrum.

Hvernig tekurðu þátt?

 Fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku ættu að staðfesta hann þegar þau skrá sig til aðgangs á sýningunni, um leið og pöntunarferlið hefur formlega opnað.

Frekari upplýsingar veitir:

Brynja Jónsdóttir

Enterprise Europe Network Iceland

Rannís

Sími: 515 5859

brynja.jonsdottir@rannis.is

 

260574_rannisthumbnail_518752_crop

260574_rannisthumbnail_518752_crop