Forsetinn fær sérstaka leiðsögn um sýninguna að morgni fimmtudagsins 16. september og heimsækir ýmsa sýningarbása til heilsa upp á sýnendur og skoða suma af nýjustu og frumlegustu vörum sem þar eru að finna.

Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, segir: „Það er mikill heiður að fá forseta Íslands í heimsókn í ár.”

Icefish er haldin á þriggja ára fresti og býður gestum tækifæri til að hitta bæði innlenda og alþjóðlega kaupendur og birgja á sviði atvinnuveiða. Eftir meira en hálft annað ár af takmörkunum og hömlum vegna heimsfaraldursins mun Icefish í september veita sýnendum og gestum langþráðan vettvang til að hittast augliti til auglitis.

Image2

Þar verða margir nýir sýnendur, ótal margar vörur og tækninýjungar til sýnis, ráðstefnan Fishwaste for Profit (Fiskúrgangur skilar hagnaði), verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar afhent í 8. skipti og fyrirtækjastefnumótin vinsælu, svo fátt eitt sé nefnt. Það er skyldumæting á Icefish 2021 fyrir alla þá sem tengjast atvinnuveiðum og birgðakeðju sjávarfangs!