Í heilt ár hefur mikil vinna verið lögð í þróun og prófun á frumgerð nýju vélarinnar, sem heitir Folla. Þetta hefur gengið svo vel að samstarfsaðili Havfronts, fyrirtækið Br. Karlsen í Husøy, hefur þegar tekið frumgerðina í notkun. Br. Karlsen átti stærstan þátt í að koma þróunarvinnunni af stað og hefur nú tekið vélina í notkun. Havfront tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár og sýnir þar báðar vélarnar, Loppu og Follu.

Folla er hönnuð til þess að slægja og hausa bolfisk allt frá 1 kg. til 20 kg. að þyngd. Þróun vélarinnar má rekja aftur til ársins 2017 þegar Terje Sørensen og Jakob Karlsen hjá Br. Karlsen sáu hvað slægingar- og hausunarvélin Loppa var fær um, en hún var hönnuð til notkunar um borð í skipum. Þeir ákváðu því að þetta væri það sem þeir væru að leita eftir í landvinnslu einnig.

„Okkur fannst mikið til Loppu koma, en hún hentaði ekki til notkunar í landi. Á þessum tíma vorum við það óánægð með þær vélar sem við höfðum að við komum með þá hugmynd að gerð yrði landvinnsluvél,“ segir Terje Sørensen.

Tillaga þeirra kom hlutunum af stað hjá Havfront, og lykilatriði í þeirri vinnu var að vera með samstarfsaðila við þróun nýju tækninnar. Br. Karlsen kom með bæði tækifærin og hráefnið fyrir þrjár atlögur að prófunum á vélinni í fullri stærð við raunverulegar aðstæður, auk þess sem þau komu með eigin framlag í þróunarvinnuna.

„Við erum þakklát Br. Karlsen fyrir áhuga þeirra og gestrisni. Án þeirra, sem gerðu prófanir, hefðum við aldrei náð þeim árangri sem náðst hefur með Folla í dag,“ segir Marius Strømmen hjá Havfront. Hann bætir því við að reiknað er með að halda áfram frekari þróunarvinnu.

Havfront er partur af Måløy Maritime Group fyrirtækjahópnum sem mætir aftur til leiks á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár.

„Við sýndum Loppu á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017, og á fyrri sýningum,“ segir Miriam Edler hjá MMG.

„Núna hlökkum við til að sýna báðar vélarnar, Loppa og Folla, á sýningunni í ár. Við lítum á hana sem frábæran vettvang til þess að sýna hvað MMG-fyrirtækin eru fær um. Á síðustu sýningu, árið 2017, seldum við vélina sem við komum með frá NOregi, þannig að nú getum við sýnt hana með miða þar sem á stendur: Seld!“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

MMG.IMG_0411