carousel2 (42)

Hönnunarstofan Nelton tekur nú í fyrsta sinn þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni ásamt íslenskum samstarfsaðila sínum, skipahönnunarstofunni Navis, en Nelton er með mikla reynslu af nýjum skipum.

„Hjá okkur fá viðskiptavinir okkar skipahönnun og verkfræðiþjónustu í fremstu röð og meðal verkefna okkar hafa verið skip af ýmsu tagi, allt frá farþegaferjum án kolefnislosunar og ekjuferjum, skemmtiferðaskipum, gámaflutningaskipum og útsjávarskipum til skemmtisnekkja – og sérstaklega veiðiskip,“ segir Natalia Jaocka frá söludeild Neltons.

„Samstarfið við Navis hefur gefið okkur tækifæri til að sýna hvað Nelton getur á sviði fiskiskipa.“

Nelton tók virkan þátt í hönnunarvinnu fyrir íslensku fiskiskipin Hugin og Pál Jónsson, og átti einnig hlut að hönnun á línubátum, skip með tönkum fyrir lifandi fisk, dragnótaskip og ýmsar gerðir af þjónustubátum og vinnubátum fyrir fiskeldi. Fyrirtækið býr yfir mikilli hönnunargetu og hefur starfað með útgerðum og skipasmíðastöðvum í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Sviss, Íslandi, Japan og víðar.

„Við leggjum mikið upp úr því að vera stöðugt í þróun til þess að geta mætt kröfum viðskiptavina og leggjum okkur fram um að vera alltaf með nýjustu tækni til að mæta sívaxandi umhverfiskröfum. Arkitektar okkar leitast við að vera frumlegir á sviði nýrrar tækni sem tengist lágmörkun losunar, rafknúnum kerfum og nýsköpun á sviði framleiðsluaðferða,“ segir Natlia Jarocks.

„Við hlökkum til þess að geta nýtt okkur tækifærin sem skapast með þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni, ásamt með Navis, þar sem við munum kynna fiskiskipin sem við höfum þróað í samstarfi. Við lítum á það sem fullkomið tækifæri til að hitta fólk og ræða nýjar hugmyndir.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is