Fiskeldi er blómstrandi atvinnugrein, þökk sé aukinni eftirspurn eftir sjávarfangi í heiminum og takmörkuðum villtum fiskistofnum. En greinin verður hins vegar að nútímavæðast með því að innleiða stafræna tækni, til að mæta fyrirsjáanlegum vexti og framtíðarkröfum, að mati forsvarsmanna bandaríska fyrirtækisins Rockwell Automation. Fyrirtækið sérhæfir sig í innleiðingu sjálfvirknilausna og stafrænni umbreytingu, og kynnir vörur sínar og þjónustu á IceFish 2024 (bás E32) í september nk., í samstarfi við Ískraft.

Forsvarsmenn Rockwell Automation segja ljóst að stafræn umbreyting muni færa fiskeldinu umtalsverðan ávinning á mjög mörgum sviðum. Þá muni aukin sjálfvirkni, með aðstoð gervigreindar og snjalltækjanetum (IoT), færa greininni meiri skilvirkni og arðsemi, þar sem hægt verður að hagræða verkferlum og draga úr kostnaði. Einnig verði hægt að auka sjálfbærni í greininni með notkun stafrænnar tækni, sem fylgist með og stýrir umhverfisþáttum, lágmarka mengun og stuðla að ábyrgum starfsháttum.

Lausnir Rockwell Automation styðja allar hliðar stafrænnar umbreytingar, allt frá vélbúnaði og stýrikerfum til hugbúnaðar og sérfræðiþekkingar á netöryggi.

Þar á meðal eru stækkanleg tölvustýrð eftirlitskerfi (DCS) og stjórnkerfi vélbúnaðar (MCC), sem einfalda ferilstýringu og notkun á vél- og dælubúnaði. Þá hjálpa ráðgjafar þeirra á sviði netöryggis fyrir rekstrartæknibúnað (OT), til við að tryggja samræmi við gildandi reglugerðir, svo sem NIS2-tilskipunina (Reglugerð ESB um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu), á meðan öryggiskerfi fyrirtækisins annast gagnamiðlun til að lengja nýtanlegan vinnslutíma og hagkvæmni heildarbúnaðar (OEE).

Forsvarsmenn Rockwell Automation leggja einnig áherslu á að sýndarveruleiki (VR) og aukinn veruleiki (AR) gagnist mjög vel fyrir allt viðhald, bæði á viðkomandi stað og í gegnum fjarbúnað, á þeim mörghundruð einingum sem mynda hefðbundnar fiskeldisstöðvar í nútímanum. Viðhaldið getur einnig í auknu mæli verið fyrirbyggjandi, þökk sé bæði sögugögnum og rauntíma-gögnum sem eru nýtt af tölvustýrðu viðhaldskerfi (CMMS), svo sem Fiix-skýjalausninni, sérhönnuðu í þessum tilgangi. Fiix er knúið af gervigreind og aðstoðar rekstraraðila við að stýra viðhaldi á búnaði þeirra og eykur þannig áreiðanleika hans og skilvirkni.

„Stafræn væðing er nauðsynleg fyrir sjálfbæran vöxt fiskeldis,” segja forsvarsmenn Rockwell Automation. „Með því að tileinka sér nýja tækni getur fiskeldið náð sjálfbærum vexti, mætt vaxandi eftirspurn og skilað hágæða sjávarfangi til neytenda. Reynslan hefur sýnt að það borgar sig að byrja í smáum skrefum; það byggir upp traust og auðveldar vöxt í framtíðinni. Þetta ferli er gert auðveldara með notkun samþætts vélbúnaðar og hugbúnaðar, sem er hannaður fyrir stafræna umbreytingu.”

 

Rockwell

Rockwell

 

[Rockwell.jpg] Myndatexti: Forsvarsmenn Rockwell Automation segja að fiskeldisfyrirtæki þurfi að vera skilvirkari og sveigjanlegri til að eiga auðveldara með að kljást við stækkun, sjálfbærni og nýja löggjöf.