Skipasmíðastöðin Etkin Marin í Tyrklandi býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í nýsmíði báta og skipa af öllu tagi. Fyrirtækið er undir stjórn Hüseyin Şanli, en hann var áður framkvæmdastjóri Cemre-skipasmíðastöðvarinnar, og öflugs teymis hæfra verkfræðinga.

Fyrirtækið hefur smíðað margskonar fiski- og þjónustuskip seinustu árin en sérstök áhersla hefur verið lögð á báta sem eru styttri en 50 metrar. Af nýjustu smíði fyrirtækisins má nefna báta sem notaðir eru við þrif á fiskeldisstöðvum, og báta sem sérhæfðir eru fyrir kræklingaveiði. Af stærri skipum má nefna systurskipin Ocean Athena og Ocean Apollot, sem skipasmíðastöðin afhenti kaupendum á Hjaltlandseyjum í júní 2022.

Etkin Marin afhenti í nóvember sl. tvö kræklingaveiðiskip, NB1004 Fruitful Bough og NB1005 Fruitful Harvest, til kaupenda þeirra, Blue Shell Mussels Ltd. á Hjaltlandseyjum. Fyrirtækið Macduff Ship Design Ltd hannaði þessi skip og þau voru smíðuð hjá Etkin Marin undir eftirliti Skagen Ship Consulting.

Fyrirtækið afhendir fljótlega 14,9 metra langt skip, Logan L, sem er stuðnings-og hreinsunarskip fyrir fiskeldisstöðina Cooke Aquaculture í Skotlandi. Logan L stóðst fyrir skömmu öll sjópróf og er þess ekki langt að bíða að það verði komið í gagnið hjá nýjum eigendum.

Þessa dagagna er Etkin Marin í óðaönn að undirbúa smíði tveggja 18,5 metra langra stoðskipa úr stáli fyrir fiskeldisfyrirtækið Mowi Scotland í Skotlandi. Fyrirtækin Skagen Ship Consulting AS og Macduff Ship Design voru valin sem aðalverktakar og hönnuðir fyrir þessi þjónustuskip, en sjálf smíðin á sér stað í verksmiðju Etkin Marin í Istanbúl. Áætluð afhending er ágúst 2024.

Etkin Marin sýnir á IceFish 2024 og verður á bás H45

 

Etkin Marin Fruitful

Etkin Marin Fruitful

 

(Caption) Kræklingaveiðiskipin Fruitful Harverst og Fruitful Bough voru afhent nýjum eiganda, Blue Shell Mussels, í nóvember síðast liðnum.