Allnokkur fjöldi danskra fyrirtækja munu taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022. Þetta hefur Danish Export – Fish Tech í Danmörku staðfest.

Fish Tech er partur af Danish Export Association, dönsku útflutningssamtökunum, og er með meiar en 100 fyrirtæki innan sinna vébanda sem selja tækjabúnað, lausnir, tækni, þekkingu og ráðgjöf.

Samtökin hafa skipulagt danskan sýningarskála á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár. Þar munu dönsk fyrirtæki kynna sérþekkingu sína, gæði og nýjan búnað, lausnir og tækni fyrir útgerðar-, eldis- og vinnslugeiranum.

Martin Winkel Lilleøre, yfirmaður Fish Tech, segir að eftir margra ára reynslu hafi danskir framleiðendur aflað sér þekkingar og sérkunnáttu til að mæta vaxandi þörfum og kröfum útgerðar- og fiskeldisfyrirtækja.

Þetta hefur getið af sér margar nýstárlegar, sjálfbærar, endingargóðar og hagkvæmar lausnir fyrir þessar greinar, segir hann.

Fyrirtækin sem verða kynnt í sýningarskálanum eru meðal annars AS Scan, Atlantic Shipping, Brdr. Markussens Metalvarefabrik/The Blueline, Carsoe A/S, Claus Sørensen A/S, DanFish International, DSI Dantech, DESMI A/S, Au2mate, e-l-m Kragelund A/S, Hirtshals Havn, Hydrotech by Veolia, Karstensens Skibsværft A/S, DK-Transportbaand, ME Production A/S, Oxyguard International A/S, Randers Reb International A/S, ScanBelt, Uni-Food Technic A/S og Viking Life-Saving Equipment A/S.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

fish-tech-logo_optimized-1

Í danska sýningarskálanum verða dönsk tæknifyrirtæki á sviði útgerðar- og fiskeldis.